Vantar hjálp með smá efnafræði. Ég er að skrifa efnajöfnu fyrir hlutleysingu, en ég kann ekki alveg á þessi lífrænu efni. Hvarfefnin eru:
CH3COOH(aq) + NaOH(aq) (3 á auðvitað að vera í subscript)
En ég veit ekki hvaða salt verður til, eða hvort það er salt yfirleitt. Ég lærði regluna um að það kæmi alltaf út salt og vatn eftir hlutleysingu, en við höfum aldrei notað nein lífræn efni áður.
Veit einhver?