- Fafla er efniskjarni sögunnar, yfirlit aðalatburða í réttri tímaröð. Faflan er óháð mannanöfnum og staðanöfnum. Sögur, sem virðast ólíkar, geta haft sömu eða svipaða föflu.
- Þema er viðfangsefni sögunnar eða meginhugmyndin sem sagan snýst um. Þemað er óháð atburðum, persónum, tíma og rúmi. Þema í sögum getur til dæmis verið áfengisbölið, mengun jarðar eða dauðinn.
- Ritunartími. Hvenær var sagan skrifuð?
- Ytri tími. Hvenær gerist sagan? Árið 1900 eða 2000?
- Innri tími. Hvað líður langur tími innan sögunnar, eitt ár, ein klukkustund?
- Landfræðilegt umhverfi. Hvar gerist sagan? Á sjó eða landi, í háloftunum eða neðanjarðar?
- Félagslegt umhverfi. Hvar gerist sagan? Í fátækrahverfi eða í höll? Á bóndabæ eða á dansleik?
- Minni (sagnaminni) er grundvallaraðstæður í mannlegum samskiptum sem birtast aftur og aftur, óháð einstaklingum, tíma og umhverfi. Góð dæmi um minni eru ástarþríhyrningur, bræðrarígur og stjúpuminnið.
- Persónur. Hverjar eru aðalpersónur sögunnar? Hvert er hlutverk persónunnar í sögunni? Persónulýsingar geta bæði verið beinar og óbeinar. Hver er munurinn? Eru persónurnar staðlaðar í sögunni, sbr. karlímynd og kvenímynd?
- Bygging sögunnar.
- Ytri gerð fléttu er endursögn á atburðarrás sögunnar í stuttu máli.
- Innri gerð fléttu skiptist í kynningu aðstæðna, flækju, ris og lausn.
- Sjónarhorn. Hvernig horfir söguhöfundur á atburði sögunnar?
1. Er höfundur alvitur? Veit hann hvað allar persónur hugsa?
2. Höfundur takmarkar vitneskju sína. Þá veit hann aðeins hvað ein sögupersónan hugsar.
3. Hlutlæg frásögn. Höfundur vinnur eins og kvikmyndavél.
4. Höfundur notar sögumann. Hann segir söguna í 1. persónu.
Endilega leiðréttið mínar stafsetninga og málfræðivillur!!