Ok þannig er mál með vexti að ég er að fara í ensku próf eftir ca. viku, í ENS 403. Ég er í ENS 303 en námsráðgjafinn minn ráðlagði mér að taka stöðupróf í ensku vegna getu minnar í ensku. Ég mátti ekki taka stöðupróf úr áföngum ofar en 503 útaf einhverjum ástæðum um námsefnið þar or sum.
Og þetta ákváðum við fyrir svona viku þannig ég er að fara að taka próf úr áfanga sem ég á engar bækur úr, né glósur og hef aldrei farið í tíma í :/
Þannig ég var að vonast til þess að það væri einhver Hugari hérna sem gæti verið svo góður að senda mér eða benda mér á glósur úr þessum áfanga, eins og einhverjar málfræðireglur eða bara eitthvað :)

En það sem mig helst vantar eru glósur úr sögunni In The Country of Last Things, ef einhver gæti verið svo vænn. :)

Thanks.