Gott kvöld. Ég horfði áðan á Skrekk í sjónvarpinu og get ekki sagt að ég hafi verið að drepast eitthvað úr skemmtun!
Ástæðan er sú, að öll atriðin eru svo alltof þunglynd, þetta eru allt einhverjar ádeilur á þjóðfélagið sem eiga að vekja mann til þvílíkrar umhugsunar og koma manni í skilning um að heimurinn er að farast.
1. sætis atriðið fjallaði um áhrif auglýsinga á ungt fólk og einhverja kvenímynd samfélagsins og voða femínismi. Það er góð formúla að siguratriði í Skrekk.
2. sætis atriðið var um geðveiki.
3. sætis atriðið snerist um nauðganir.
Semsagt … atriðinu sem féllu í kramið voru um; nauðganir, geðveiki og slæmu fyrirmyndirnar í auglýsingunum.
Einu sinni datt einhverri sniðugri manneskju í hug að gera svona atriði, og vann, því þetta var eitthvað nýtt og frumlegt. En núna, þá er hvert einasta atriði eftir þessari sömu uppskrift!
Ég segi að það sé kominn tími til þess að hrista aðeins upp í þessu! Koma með eitthvað atriði sem hressir aðeins lýðinn sem er mættur að horfa - ekki bara dómarana sem virðast einungis vilja atriðið sem höfða til doktora í bókmenntum og eða heimspeki.
Hvað finnst ykkur? :)