Val um staðsetningu í landinu?
Ég fékk svona kynningu frá AFS þegar ég var í 10. bekk, en nú man ég ekki hvernig það var með staðsetninguna í landinu, er það bara þannig að maður velur land og gæti lent bara einhversstaðar útí sveit? Mig langar nefnilega geðveikt mikið til Bandaríkjanna en ég vil ekki lenda í einhverjum mini sveitabæ þar sem allir eru strangtrúaðir og bara eitthvað rugl. Ég væri hins vegar ógeðslega til í að búa í NY.. eða einhverri af stórborgunum bara. En já, fær maður semsagt ekki að velja borg?