Það styttist í að ég þurfi að fara að velja hvað ég ætla að taka á næstu önn og ég er í smá vandræðum. Ég er búin að ákveða að fara í 18 einingar sem ég verð að taka. Ég hef alltaf verið í fleiri einingum og er alveg til í að taka allavega einn áfanga í viðbót. Þetta er síðasta önnin mín svo það er síðasti séns til að taka það sem ég á eftir.
Ég stefni á læknisfræði og er búin að taka eða er að fara að taka allt sem er mælt með að taka fyrir læknisfræði. Mig vantar bara SÁL 103 og EFN 313. Efnafræðin er ekki kennd í mínum skóla á vorönn. Ég veit að ég á ekki eftir að fíla sálfræði og systir mín, sem er að taka sálfræðikjörsvið, segir að þetta sé ekki mjög gagnlegur áfangi (aðallega kynning á greininni og saga hennar).
Þannig að ég ætlaði að spyrja ykkur …
Hefur einhver hérna reynslu af læknisfræði og veit hvort það er mikilvægt að taka þessa tvo áfanga (SÁL 103 og EFN 313)?
Hvaða skólar gætu verið að kenna efnafræðina í fjarnámi í vor. Ég er búin að kíkja hjá FÁ, FG, VMA og Versó (hef heyrt að flestir taki fjarnám þaðan) og annað hvort kenna þeir ekki áfangann, kenna hann ekki á vorönn eða þá að það eru ekki upplýsingar um það á síðum skólanna. Eru einhverjir fleiri?