Stúdentspróf er bara stúdentspróf.. þú færð stúdentspróf eftir menntaskóla. Það skiptir í rauninni ekki máli frá hvaða skóla það er. Hvert fara vinirnir? Það skiptir miklu máli að vera ekki alveg einn (maður kynnist náttúrulega mörgum en samt.. gott að hafa gamla vini með líka :)) Ertu út á landi? Eða ertu í Reykjavík? Ég er í heimavistarskóla sem er æðislegt og ég myndi aldrei nokkurntíman fara í þessa “góðu skóla” í reykjavík þar sem það er ekki þess virði ef mér líður vel í mínum eigin skóla. Athugaðu námsframboðið í hverjum skóla og veldu það sem ÞÉR líkar best, ekki hvað er vinsælast og hvað er “best” því að þessir skólar fara allir eftir aðalnámskrá og þú ættir að læra ca. það sama allsstaðar (og nei MR, þið eruð ekkert öðruvísi þó þið kennið þetta öðruvísi.. þetta er allt sama draslið allsstaðar)
Málið er bara að velja það sem þig langar. Þú kemst ekkert í betri stöður eða í betri háksóla bara með stúdentspróf frá MR ferkar en einhvern lítinn framhaldsskóla úti á landi. Það fer eftir því hvernig þú stendur þig og þá skiptir ekki máli hvar þú útskrifast.
Án þess að setja neina pressu… þá myndi ég mæla með heimavistarskólum! Það er rosalega gaman að vera á heimavist!
Hvernig nemandi ertu? Ertu búin(n) að hugsa um hvort kerfið hentar þér, áfangakerfi eða bekkjarkerfi? Og það er ekkert erfiðara að eignast vini í áfangakerfi en bekkjarkerfi, það er bara lygasaga.
Gangi þér vel að velja, og mundu að skoða vel alla möguleika því annars veistu ekki hvort þú ert að velja rétt! :)
Shadows will never see the sun