Mér langar rosalega að læra TeikniÞerapista:)
Enn ég er búin að setja mig í samband við konu sem er ásamt nokkrum öðrum þerapistum með síðu sem heitir “ Skopun.is ”
Hún sagði mér að til þess að komast í svona nám þá þarf maður að vera stúdent og svo fara og læra annaðhvort sálarfræði eða eitthvað sem tengist því að teikna
Ég á mikið verk framundan því ég er ekki stúdent:/ hey ég er ekki einu sinni búin að stíga eitt skref inní framhaldsskóla :(
Enn ég ætla mér að komast í teikni þerapista nám:) Þá þarf ég bara að fara í framhaldsskóla og svo háskóla hehe :/
Ég las einhverstaðar reynslusögu frá manni sem fór í svona meðferð.
Þerapistinn sagði honum að teikna það sem hann vildi, maðurinn byrjaði á að lita allt blaðið svart og lét svo hvítar doppur á blaðið svo teiknaði hann lítinn glugga í eitt hornið og úr glugganum kom gult ljós, þerapistinn spurði hann spurninga og svo allt í einu mundi maðurinn eftir því að þegar hann var 7 ára gamall þá hafði barnapían sem passaði hann, þá hafði hún nauðgað honum þegar hann var 7 ára :/
Hann var alveg búin að blokka þetta úti og mundi ekkert eftir þessu atviki fyrr enn í tímanum…
Þetta er alveg ótrúlegt :)
Mikið af fólki líður illa útaf engu og það er eins og það vanti einhvern part inní það, enn í rauninni er alltaf eitthvað að, t.d einhver svona atvik sem fólkið er búið að blokka út og man ekki eftir!
Æjj þetta er bara svo spennandi að geta hjálpað fólki á þennan hátt, fólki sem á erfitt með að koma tilfinningum sínum í orð, og litlum börnum sem kunna ekki að segja orðin