Ég er í fullu námi í dagskóla plús sex einingar í fjarnámi, og er búin að vera að vinna á hverjum degi eftir skóla og hverja helgi, síðan skólarnir byrjuðu aftur í haust. Er að reyna að minnka við mig, þetta er ömurlegt svona.
Veit ekki hvort þetta bitnar á náminu beinlínis, ég hef nægan tíma til að læra, en ég er miklu þreyttari og beila örugglega oftar á að mæta í skólann en ég myndi annars gera.