Það er oft tekið fram á heimasíðum greinanna. Það er t.d. tekið fram hjá lagadeild HÍ að stúdentsnám af náttúrufræðibraut henti ekki til að komast inn í lagadeild.
Ég held samt að manni sé hleypt inn, sama hvaða braut maður var á. Það er þannig með flestar raungreinar (nema verkfræði og lækninn, held ég). Það er bara ekki gott að taka vitlausa braut, erfiðara fyrir mann að komast gegnum inntökupróf (eða prófið sem á að sía út lélega nemendur, veit ekki hvað það kallast).
Ef það er stúdentspróf áttu að komast inn í háskóla. Það er bara erfiðara ef þú hefur ekki tekið áfanga tengda því námi.
En þá þarftu líklega að taka auka áfanga til að fá listnámsbrautina metna sem stúdentspróf. Ég hef allavega ekki séð neinn skóla bjóða upp á listabraut til stúdentsprófs (yfirleitt er hún tekin með annarri bóknámsbraut, allavega í mínum skóla).
ég veit alveg að það er hægt að taka til stúdentspróf á listanámsbrautum, en aðalpælingin er hvort stúdentspróf af svona brautum eru nóg til þess að maður geti lært sagnfræði og svoleiðis í háskóla(ef við myndum taka það til greina að einstaklingurinn hafi klárað 3. - og hálfan 4. bekk á náttúrubraut)
reyndar þegar ég var skoða þetta á sínum tíma þá sá ég það að flest allar greinar innan háskólans krefjast stúdentprófs af bóknámsbraut eða sambærilegrar menntunar… þannig að nei listnámsbraut til stúdentprófs er yfirleitt ekkii nóg.
Mér finnst að það mætti breyta þessu, þó að maður yrði eitt ár í viðbót í framhaldsskóla til að bæta við námið.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..