Ég var busi í Kvennó, það var verið að busa mig í dag. Það er búið að vera núna í busavikunni í skólanum þannig að stelpur mega ekki vera málaðar og verða að vera með tígó, strákarnir verða að vera með varalit og greitt í píku, við þurfum að vera á fötunum á röngunni, með sokk á hægri hendi sem við tölum við 4 bekkinga í gegnum, megum ekki fara í matsalinn, þurfum að ganga eftir ákveðnum línum, verðum alltaf að leiða einvern og megum ekki líta í augun á 4 bekkingum.
Núna á busadaginn sjálfann komu hellingur af 4 bekkingum, klædd og eins læknar úr hryllingsmynd inn í stofurnar okkar, við vorum látin fara í bleiur og busaboli, sprautað á okkur, við látin syngja, hoppa og fleira. Svo var farið með okkur út, látin renna okkur á sápugu plasti, hlaupa í gegnum hoppukastala, skríða undir bekki, hoppa í gegnum dekk, syngja busasönginn og tilbiðja 4 bekkinga á meðan það var haldið ræðu yfir okkur um hvað við værum litlir og ógeðslegir busar. Að lokum voru busarnir sem að voru á svarta listanum látnir borða hákarl, súra gúrku og mysu. Eftir það vorum við skýrð með tjarnarvatni og okkur boðið inn í köku og kók.
Þetta var bara þvílíkt stuð. Svo var allann tímann blastað einhverju þvílíkt epísku lagi (úr LOTR held ég) en það var gætt þess að fólk væri ekki neitt til að gera neitt og passað að það væri allt í lagi með alla svo að þetta fór ekkert úr böndunum. Ég hef heyrt frá busun í mörgum öðrum skólum og ég verð að segja að Kvennó virðist hafa eitt af skemmtilegustu busununum.