Hefur einhver hérna verið í lýðháskóla á norðurlöndunum?
Ég er að spá í að fara næsta haust í lýðháskóla í Svíþjóð. Ég er búin að skoða skóla og er eiginlega búin að velja þann sem mig langar í.
En svo veit ég ekki hvernig þetta virkar. Hvenær á að sækja um? Er mikið mál að búa á heimavist úti? Þarf ég að flytja lögheimilið? Get ég fengið styrk?