spurning hvort að þessir 3 fyrri séu ekki bara grunnurinn sem getur oft verið erfiður, læra tæknina við stærðfræði… svo þegar komið er lengra þá virðist þetta allt vera auðveldara..
Ég er búin með alla þessa áfanga nema 413 og ég get allavega sagt þér að mér fannst 313 auðveldastur af þeim. Mér fannst 403 auðveldari en 303 en það er svo ólíkt námsefni í þeim að það er eiginlega ekki sambærilegt. Svo er hann auðvitað auðveldari þegar maður er búinn með námsefnið á undan en í alvörunni er hann mikið erfiðari. En mér fannst 403 fara yfir minnst efni eða eiginlega auðveldasta viðbótin.
103 og 203 eru svosem ekki erfiðir, en þeir eru leiðinlegir og geta jafnvel verið þungir þegar maður er að fara í gegnum þá fyrst. 303 er skemmtileg tilbreyting, en er ennþá þessi leiðinlega og ‘þunga’ stærðfræði í fyrstu yfirferð. 313 er tölfræði, og fyrir mörgum liggur hún í augum uppi og það gerir þann áfanga mjög léttann. 403 er hrikalega skemmtilegur fannst mér, og dýpkaði mikið skilning minn á föllum. Svo verður þetta bara skemmtilegra eftir því sem lengra dregur :-D
Fara í gegnum þá fyrst. Þegar þetta er alveg nýtt fyrir manni og maður þarf nánast að læra reglurnar utanað. Verður miklu auðveldara þegar þetta verður hluti af manns hugsunarhætti, og jafn eðlilegt og að sólin rísi á morgnana.
Stærðfræði byggir alltaf á því sem þú hefur lært áður. Ef þér gengur vel í 103 ætti 203 að vera auðveldari þar sem þú þarft ekki að læra stóran hluta af 103 upp á nýtt o.s.fr.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..