Mig langaði bara að skapa smá umræðu og spyrja hvernig stundaskrárnar ykkar eru. Í hvaða áfanga er fólk að fara? Eruð þið ánægð með þær?
Ég fæ því miður ekki stundaskránna fyrr en á miðvikudaginn, hlakka til að sjá í hvaða tímum ég verð.
Bætt við 21. ágúst 2007 - 14:43
Ég var að komast að því að mín stundatafla var sett á netið (hefur aldrei verið gert áður).
Hún er frekar undarleg. Ég var sett í það sem ég setti í varaval, stærðfræðiáfanga sem ég sótti ekki um (og átti ekki að vera kenndur á þessari önn) og fleira skrítið. Sem betur fer er auðvelt að breyta!