Þegar ég var í fyrsta bekk þá var hún svo til gatalaus á fyrri önninni en á seinni var ég í svona 4-6 götum útaf því að þá var bekknum skipt í 3 vegna stærðfræði…
EN núna er búið að breyta stærðfræðikerfinu þannig…
Held samt að þú verðir ekki í miklum götum, alltaf reynt að halda þeim í lágmarki ;)
Þú ert alltaf í seinasta lagi búinn klukkan 16:05 ef þú ert í skólanum eftir það þá er það speeees =)
Íþróttir… já þú gætir lent í því að vera klukkan 8:15 í íþróttum, það er bara spurning hvað þú ert heppinn ;)
íþróttir eru kenndar í fjósinu og í höllinni(nýbyrjað að kenna í henni), fjósið í lítið eeen það er samt allveg fínt að vera þar :)
Söngsalur: venjulega er það konsertmeistarinn og stjórnin sem ákveða að reyna að hafa söngsal, þá er hópast saman á ganginum í gamla skóla, fyrir utan skrifstofu skólameistara(Jón Már Héðinson)og sungið, aðalega hesta jóa, heimaleikfimi, meistari jón már og þess háttar lög ^^
Síðan kemur Jón Már fram og segir annað hvort já eða nei ;) ef já þá í hve langan tíma má syngja í stað þess að læra, síðan er farið í kvosina og sungið.
Held að það sé sirka 2 á önn sem að fengið er já :)
reeeyyyndar þegar ég var í 1.bekk og Sigurður Helgi og þáverandi stjórn voru að fara að hætta á seinni önninni, þá var reynt að fá söngsal en Jón Már sagði nei, við sungum áfram og hann sagði aftur nei… við fórum í kvosina og sungum! :Þ
eeen já, það má svosem fara og reyna eins oft og vilji er fyrir hendi…en ekki alltaf er sagt já…
…prófaðu bara að reikna, segjum sem svo að þú sért í 16-18 einingum, það þýðir 32-36 kennslustundir sem eru 40 mínútur, það er alltaf amk 5 mín á milli tíma, fyrir hádegi eru eina 20 mín frímínútur(kallaðar löngu) og einar 10 mín. deildu tímunum bara nokkuð jafnt á dagana, ef til vill aðeins minna á föstudaginn, hafðu td 2 eyður, ooog þá ætti þetta að vera komið hvenar þú ættir að vera búinn :P … svona ef þú ert voða voða forvitinn :P
vááá afsakið langlokuna…
Velkomin/nn í MA ;)