Jæja ég skrifaði þráð hérna í mars um það að ég væri mjög óákveðin með skólaval.. semsagt hvort ég ætti að velja MH eða FG
linkurinn :
http://www.hugi.is/skoli/threads.php?page=view&contentId=4681332
Allavega þá ákvað ég á endanum að velja FG, og var svona nokkuð sátt með það val. Þangað til, ég kom inn í MH um daginn til að taka stöðupróf, af einhverjum ástæðum hefur ákvörðun mín kolfallið (aftur) og mér finnst eins og ég hafi gert rangt til með að velja FG
En eins og þeir sem ganga í FG vita kannski eru svona HG - Hraði, gæði hópur þar, og ég vildi eiginlega vita hvernig þetta gengur fyrir sig..
fer maður semsagt í þennan HG hóp og er eiginlega bara eins og lítill bekkur? Eða hittist þessi hópur eftir skóla eða á milli tíma eða hvernig er þetta eiginlega?