Ég er að fara að sækja um í háskóla úti í Bretlandi, þar sem mig langar að læra sagnfræði. Ég stend hinsvegar frammi fyrir vandamáli: Það er erfitt að fá að vita upplýsingar um hversu háar einkunir maður þarf í stúdentsprófi.
Í fyrsta lagi, veit einhver hvað stúdentspróf er opinberlega kallað á ensku? Til að geta leitað betur á heimasíðum og útskýrt betur í fyrirspurnum (þeim hefur reyndar aldrei verið svarað hingað til…).
Í öðru lagi, hefur einhver hérna farið í háskóla þarna úti? Ég er þess fullviss að þetta er það eina rétta fyrir mig, ég er bara forvitinn um allt proccessið að komast inn þarna.
Vonandi er einhver snillingur í þessu hérna þar eð ég er að verða virkilega pirraður. *bros*
M.kv.
IN.
Wrought of Flame,