Ég mæli með því að fara þegar þú ert búin með eitt ár í framhaldsskóla, þá ertu meira þroskaðari og bara aðeins betur undirbúin. Ég er ekki að segja að þú sért óþroskuð eða eitthvað, ég er bara að segja að það væri í flestum tilvikum skynsamlegra að fara þegar maður er búin að vera eitt ár í framhaldsskóla enn strax eftir tíunda bekkinn. Fer auðvitað mikið eftir manneskjunni sjálfri.
Ég veit bara að bróðir minn fór strax þegar hann var búinn með grunnskóla og hann sagði að það hefðu verið mestu mistökin hans, að hafa ekki beðið eitt ár enn. Ekki það að það hefði verið leiðinlegt eða eitthvað, þetta var besta ár lífs hans, hann hefði bara viljað vera meir þroskaður og meir tilbúinn.
Ég er allavega að fara núna, til mexíkó 30. ágúst! :)
Ai, no mames!