Ég er að taka þrjá áfanga í fjarnámi frá Versló í sumar, en skil þetta ekki alveg, auk þess sem þetta WEBCT kerfi fer rosalega í taugarnar á mér.
Þegar ég reyni að skoða hvaða verkefni ég á að gera, koma bara upp einhver verkefni sem átti að vera skilað í janúar eða febrúar og svoleiðis rugl. Og í öðrum áfanga er ekkert inni, engin verkefni eða neitt, þó önnin hafi byrjaði fyrir tveimur vikum eða svo.
Er þetta kerfi bara í tómu tjóni hjá mér eða eru kennararnir bara latir?
Hvernig er það hjá öðrum hérna?