Jæja, ég þarf á smá hjálp að halda.. er að ljúka þriðja árinu mínu í menntaskóla og hef alla tíð verið mjög latur námsmaður en get alveg tekið mig til þegar ég þarf þess.
Þannig er mál með vexti að í ár var ég of kærulaus og þarf þar af leiðandi að taka endurtekningarpróf í líffræði og tek það 31. og á margt ólesið og mig vantar góða og fljóta aðferð til að fara yfir mikið efni og MEÐTAKA það. Aðalvandamálið mitt í svona lesfagi að mér finnst þetta óttalega leiðinlegt og gleymi þessu stutt eftir að ég les það.
Hjálp! Vil ekki taka þriðja bekkinn aftur eða fara í sumarskóla =(
Bætt við 30. maí 2007 - 01:00
Er í bekkjarkerfi og líffræði er aðalfag í brautinni minni og ef ég fell í þessari námsgrein þarf ég að taka allann bekkinn aftur (bara svo að þetta sé allt á hreinu)