Ég held það séu frekar þeir sem gera lítið annað en að læra sem eru kallaðir nördar(allavega neikvæða útgáfan af því orði) og er strítt, velgengnin er svo bara afleiðing.
Bætt við 20. maí 2007 - 23:12
Úps, ég las þetta eitthvað vitlaust hjá þér, þetta var nokkurn veginn það sama og þú sagðir, en málið er samt að þeir sem “eiga sér ekki líf” og annað hvort læra mikið, spila mikið af tölvuleikjum eða þannig lagað séu nördarnir. Þeir sem eru duglegir í námi en stunda samt mikið félagslíf eru ekki kallaðir nördar, svo þetta fer meira eftir hvort fólk er félagslynt eða ekki.