vá hvað þetta video fékk mann til að hugsa aðeins út fyrir kassann.. margt að því sem hann sagði er ég mjög sammála um. En ég samt ósammála því að sem þú segir að skólarnir sökka, það má kannski breyta aðeins hvernig við menntum krakkana og fá kannski meira af nýju efni til að gera námið áhugavert eins og það er í framhaldskólum og Háskólum. Það er allavega mín skoðun, afhverju kannski krökkum finnst leiðinlegt í skóla, og leita kannski fyrr útá vinnumarkaðinn er það að námið er ekki nógu áhugavert, heldur er bara farið eftir beinni línu í gegnum allt og námið sé bara matreitt á einn hátt og engan annann…
Síðan er kannski eitt sem íslendingar meiga taka frá Dönum(þótt að danskan sé leiðinleg að þá geta danir verið ansi klárir) en það er að krakkar fá borgað til að vera í skólanum allavega er það svoleiðis eftir grunnskólann, en já krakkarnir fá borgað fyrir að vera í skóla en með því að borga þeim, kemur ríkið í veg fyrir að fleiri leita út á vinnumarkaðinn ungir vegna peningaskorts, og síðan er náttúrulega plúsinn við þetta að ríkið er einfaldlega að fjárfesta í nemendunum en þegar þeir loksins útskrifast og fara út á vinnumarkaðinn með mun meiri menntun en ef þeir hefðu farið fyrr út á vinnumarkaðinn, og með því að fara seinna út á hann að þá græðir náttúrulega ríkið meiri peningar. Þetta finnst mér að íslendingar ættu að taka upp hérna á landi, því að það er einfaldlega sárt að sjá fullt af ungu kláru fólki að hætta í skóla til að fara að vinna. Við erum ekkert að tpa á þessu, heldur græða allir Fólkið,Þjóðin og ríkið ;)