Bjóða einhverjir aðrir framhaldsskólar en FÁ, FB og Versló upp á fjarnám í sumarskóla? Langar nefnilega mikið að taka nokkra áfanga í sumar til að minnka álagið á næsta ári.
Var búin að ákveða að fara í FÁ, en svo var ég að sjá að prófin þar verða á sama tíma og ég verð í útlöndum. Þá fór ég að skoða úrvalið hjá Versló og leist vel á áfangana þar, en prófin eru líka á sama tíma þar!
Önnin í FB er bara einhverjar þrjár vikur, sem mér finnst nú heldur stutt fyrir heilan áfanga og prófin verða á tíma sem hentar mér betur, en mér lýst ekki á neinn af áföngunum sem eru í boði í fjarnámi. Enginn áfangi þar sem ég þarf eða mig langar að taka (ólíkt hjá Versló þar sem ég slefaði nánast yfir þessu gourmet úrvali).
Svo, vitiði um eitthvað?