Ég hafði með mér tópas og kristal plús. Ekki hafa með þér nammi eða neitt í skrjáfandi pokum. Ef þú ert með nestið í poka, taktu það úr áður en prófið byrjar, hljóðið truflar. Ef þú ert með gos, opnaðu það áður en prófið byrjar svo “tss” hljóðið heyrist ekki í prófinu.
íslenskukennarinn minn sagði að það væri best að hafa með sér holt og gott nesti og vatn að drekka….og svo það besta…þrúgusykur…ég hef ekki hugmynd um hvað það er..en þetta er víst klikkað gott og fæst í apótekum maður á að fá sér svoleiðis þegar það er svona helmingurinn búin af prófinu
Þetta er ekki eitthvað töfralyf sem gerir þig hyper eða eitthvað :P Þetta er bara eins og að borða sykurmola, nema þetta er með bragði og sykurinn fer hraðar út í blóðið.
Ég hef aldrei fundið fyrir neinu, borðaði þetta stundum eins og nammi þegar ég var yngri :P
Þrúgusykur er eiginlega bara sykur með smá bragði nema það er meira duftkennt og bráðnar uppi í manni (og það fer hraðar út í blóðið en annar sykur, þess vegna eiga sykursjúkir oft þannig til öryggis ef blóðsykurinn verður lágur)
Það er mjög gott að borða þannig í prófum ef maður verður eitthvað þreyttur. Þetta er orka sem kemur strax og fer strax :)
Hugsa að ég taki vatn eða ávaxtasafa og ópal/tópas eða þvíumlíkt. Ef þú verður svangur er fínt að taka samloku og taka hana úr Sóma eða Júmbó umbúðunum heima og setja í mýkra plast til að það skrjáfi ekki (eða gera samloku sjálfur). Svo þarf bara að taka penna(held að það sé bannað að hafa rauðan) og kennarar eiga að redda blöðum til að rissa ritunina upp á.
kennarinn minn er búinn að vera að tyggja það undanfarið aftur og aftur að við megum krota í prófheftið (spurningaheftið) því við eigum að skila svörum á sérstakt svarblað !!! :)
Ef þú þarft rissblað geturðu beðið um það í öllum prófunum.
Passa bara að nammið sem þú hefur með sé ekki hávært. Óþolandi þegar maður er að einbeita sér og einhver er að éta nammi :P
Bætt við 1. maí 2007 - 15:46 Mér fannst best að taka ekkert nammi með mér. Ég þarf svo mikið að einbeita mér og það að vera svöng gerir mig jafnvel ennþá einbeittari. Það er samt best að borða mjög góðan morgunmat fyrir en samt ekki alveg rétt fyrir prófin svo maður sé mátulega saddur í prófunum.
Mundu svo að það þarf ekki að hafa endalausar áhyggjur af þessu. Þetta eru bara venjuleg lokapróf og skipta þannig séð ekki það miklu máli …
Ég tek með burn, hrísmjólk, vínber, venjulegt súkkulaði(gott fyrir heilann) og.. vatn í flösku og jarðaberjasvala ef ég er súperdehydrated. (: Og svo bara bláan/svartan penna og GÓÐA SKAPIÐ! jeeee!
Hahah, ég veit, þetta er mikið.. en better safe than sorry! Þegar ég fór í prufuprófið borðaði ég lítið í morgunmat og tók ekkert með og ég var svo svöng að ég gat ekki einbeitt mér x(
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..