Jæja þá er ég að fara í mitt fyrsta Þýskurpóf og er í þvílíkum vandræðum með eitt. Það er að þýða ýmis nafnorð. Þið sem tókuð Þýsku103 á sínum tíma, eru nokkuð einhver flókin orð að koma?
Ég er að tala t.d. um ef ég á að setja eignarfornafn fyrir framan orðið þá þarf ég náttúrulega að vita hvort að það sé karlkyn, kvenkyn eða hvorugkyn vegna þess að það ræður því hvernig endingin á orðinu er o.s.frv.
Hvaða orð ætti ég að leggja áherslu á svona fyrir próf? Maður, kona, barn, stelpa, strákur, frændi, frænka, ýmis starfsheiti o.fl ? Einhverjar ábendingar? Í von um góð svör.
Kveðja, Hörður..