Ohh. Kannast við svona.
Var með svona kennara í tölvum og grafískri hönnun (sem kom í staðin fyrir myndmennt) í grunnskóla. Hann átti sína uppáhalds nemendur og hinir máttu bara læra þetta sjálfir. Ég var eina af “ekki-uppáhalds-nemendunum” (sem voru flestar stelpurnar) sem kunni á photoshop og þess vegna kenndi ég hálfum bekknum þegar kennarinn var að spjalla við uppáhalds-nemendurna. Fékk mjög lágt úr þessu, veit ekki hvort það var af því honum líkaði sérstaklega illa við mig eða hvort það hafi eitthvað bitnað á mér að vera bæði nemandinn og kennarinn. Kannski var hann bara bitur …
Svo ég haldi áfram með sögur af leiðinlegum kennurum verð ég að segja frá versta framhaldsskólakennara sem ég hef heyrt um. Það er stærðfræðikennari vinkonu minnar. Hann notaði delta allan STÆ 103 en neitaði að útskýra hvað það var. Ég þurfti líka að kenna nokkrum þann áfanga …