Það sama var sagt við mig í 10. bekk, að maður þyrfti ákveðna einkunn og eitthvað til að komast í skóla … Svo fór ég í framhaldsskóla og get ekki séð að þetta sé neitt þannig.
Talaðu við námsráðgjafa sem þekkir eitthvað framhaldsskóla. Ég held að það sé meira að segja oft hægt að tala við námsráðgjafann í skólanum sem þú ætlar í (kannski er það samt eftir samræmdu, ég veit ekki)
Og ekki hafa svona rosalegar áhyggjur af þessu. Lífið er ekki farið á annan endann þótt þú fallir í þessum prófum, þótt sumir grunnskólakennarar virðist halda það …