Fyrsti áfanginn er bóklegur og verklegur. Þegar ég var í honum (fyrir mörgum árum) skokkuðum við úti, og fórum stundum í körfu eða eitthvað. Núna nota þau væntanlega íþróttahúsið. Þá næst tekur maður almenna áfanga, sem eru bara frekar týpískir. Ég man ekki hvað það þarf að klára margar einingar (einn áfangi í líkamsrækt er ein eining) til að mega velja, en seinna er hægt að fara í sundáfanga, fjallgöngur, tækjaáfanga (þegar ég tók hann var hann í world class, en örugglega í nýja húsinu núna), yoga (ég væri í því ef ég hefði ekki slasað mig), boltaáfanga og eitthvað fleira held ég.
…