Ég hef alltaf staðið mig mjög vel í skóla…bara alla mína ævi. Auðvitað hef ég fengið slæmar einkunnir inn á milli, en ég lærði samt alltaf og gekk vel.
Núna get ég bara ekki lært :/ Ég þarf að undirbúa mig undir Njáluritgerð og gera langan stíl í frönsku..en ég bara get ekki byrjað… :/
Mér gengur geðveikt illa í skólanum núna, og ég þoli það ekki því ég veit að ég get þetta vel, og ég hef lært mjög vel og fengið 7-9. Núna fæ ég 5 og undir, í öllu nema sálfræði og ensku. Einu fögin sem mér gengur eitthvað í.
Allt annað gengur mér ömulega í, og ég gæti bætt það núna með því að fara að læra síðasta daginn fyrir skólan en ég kem mér ekki að því!
Afhverju!? :/
Varð bara að koma þessu frá mér :/
An eye for an eye makes the whole world blind