Ég er á heimavist í Menntaskólanum á Egilsstöðum (ME) og mér finnst það æðislegt. Þetta er reyndar frekar gamalt hús og herbergin eru ekkert sérstaklega stór, en það er samt eitthvað heillandi við það. Svo er reyndar verið að gera upp alla vistina. Eini gallinn er að það er ekki gert ráð fyrir því að maður sé um helgar og þess vegna er hvorki mötuneyti um helgar né eldunaraðstaða á herbergjum, en við erum að vinna í því að fá sameiginlega eldunaraðstöðu.
Mæli með því að vera á heimavist, það skemmtilegasta sem ég hef gert :D