Já þú færð formúlublað.
Skipulegðu þig sjálfur. Reyndu að taka eitthvað í öllu á hverjum degi, ekki læra í meira en klukkutíma í senn án þess að standa upp og gera eitthvað annað. Íslenskan snýst bara um að vinna aftur verkefni og skilja alla málfræðina, skrifa allt aftur upp. Varðandi stærðfræðina er best að reikna öll dæmin aftur og aftur og aftur. Sérstaklega þau sem þú skilur ekkert í. Ef þú ert ekki að sjá fram á neinn árangur með eitthvað dæmi er um að gera að dreifa huganum aðeins, fara að gera eitthvað annað. LEsa bók á ensku eða eitthvað… En hvernig þú vilt skipuleggja þig er þitt mál. Hvort viltu vera búinn fyrir hádegi eða viltu sofa frameftir? Þar sem þú ert bara að taka þrjú próf, og þar af eitt sem snýst að verulegu leyti bara um lesskilning þá ættirðu með góðu móti að geta verið búinn klukkan eitt miðað við þrigjga tíma lærdóm á dag… Þá nærðu að vinna kannski upp eitthvað eða eitthvað sniðugt…
Annars veit ég það ekki, ég hef mitt skipulag og ég efast um að það virki fyrir aðra. En svona læri ég… ef þú skildir eitthvað í því sem ég var að segja þ.e.