Komiði sæl og blessuð,
Darri heiti ég og er stressaða týpan. Ég er farinn að verða sjúklega stressaður fyrir samræmdu prófunum og er gjörsamlega bugaður og stekkur ekki bros í daglegu lífi. Nánast allavega. Sem er skelfilegt og ég er að taka lífið allt of alvarlega. Ég verð örugglega ekki heill á geði aftur fyrr en ég kemst í skólann sem myndin er hér á forsíðunni, MA. Það hefur verið stefnan og jafnvel draumur að fara í MA síðan í 1sta bekk. Ég er svo hræddur um að á samræmdudögunum verði allt stolið úr mér og ég kunni ekki neitt og klúðri þessu og komist ekki í MA.
Ég er rosalega neikvæður og svartsýnn gagnvart þessu öllu :/.
Ég hef alltaf fengið 8-9.5 í öllum prófum í 8-10 bekk og hef líklegast enga ástæðu til að vera stressaður.
Verð bara að lesa vel.
Geta einhverjir hjálpað mér að vera minna stressaður?
Eru einhverjir fleiri stressaðir?