Veit einhver hvort að maður skrópi sig úr skóla ef að maður skrópar sig úr lífsleikni?
Ég er í VMA og það er búið að svara mér bæði já og nei. Þetta er 1 eininga áfangi(einu sinni í viku) og ég er komin með 4 fjarvistarstig og ég held að maður megi bara fá 6.
Hversu glatað er það :D mega bara fá 6 fjarvistarstig og þá er maður útúr áfanganum.
Alla vega í MÍ þá máttu falla í lífsleikni. Því þú þarft bara 1-2 áfanga í lífsleikni, sem er kennt í byrjun hvers hausts. En afhverju að falla í svona skítléttum áfanga ? Þú þarft bara að taka 2 og þá ertu búinn með þetta forever
Bætt við 21. mars 2007 - 18:29 BTW þótt þú fallir á fagi ertu þá rekinn úr skólanum ? Það finnst mér pretty hardcore :S
Annars þá finnst mér fáránlegt að það megi skrópa sex sinnum í einnar einingar áfanga…í mínum skóla máttu bara skrópa tvisvar í einnar einingar áföngum, fjórusinnum í tveggja eininga og sex sinnum í þriggja eininga…
Ég þoli ekki tvöfalda tíma. Sérstaklega ekki þegar það er eitthvað sem maður þarf að einbeita sér, maður er alveg búinn eftir klukkutíma … Hef misst af slatta í eðlisfræði útaf tvöföldu tímunum (eina tvöfalda blokkin hjá okkur)
Ef að það gerist að við sleppum frímínútum þá missi ég alveg eibeitinguna, en það er svo gott að labba aðeins út eða á sér vatn. Bara standa aðeins upp!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..