Jæja, nú er ég að ljúka 10 bekk grunnskóla í vor, og ég er nú búin að vera að velta fyrir mér hvaða framhaldsskóla ég skyldi nú velja. Ég verð búin með 21 einingu þegar ég kem í framhaldsskóla sem er rúmlega ein önn.
Þá kemur vesenið :
Mér þykir rosalega gaman að teikna, leika, að tónlist og hef bara rosalegt gaman að öllu sem snýr að listasviðinu. Það gefur þá kannski flestum auga leið að ég ætti að fara á listnámsbraut. Hinsvegar vil ég fara á náttúrufræðibraut til að hafa sem mesta möguleika á framhaldsnámi seinna meir. Ég hef alltaf ætlað að fara á náttúrufræðibraut og hafa teikninguna meira sem áhugamál.
Þangað til ég tók einskonar áhugasviðskönnun hjá námsráðgjafanum mínum sem sýndi skýrt og greinilega að ég ætti frekar að fara á listnámsbrautina, sem hefur fengið mig til að hugsa aðeins hvað ég ætti að gera.
Mig hefur alltaf langað að fara í MH á náttúrufræðibraut en MH er ekki með listnámsbraut, svo námsráðgjafinn minn ráðlagði mér að fara frekar í FG og taka þá báðar brautirnar.. mig langar bara einhvernveginn meira í MH, virkar meira spennandi og svo þekki ég slatta fólks þar.
Svo ég spyr, hvað finnst ykkur um þessa skóla og hvað ætti ég eiginlega að gera?