Horfði á RÚV í gær og sá MR sýna mátt sinn gegn M.Sund, og eiginlega fullsannaði að þeir hafa hlotið fyrri styrk, og það kæmi mér eiginlega á óvart ef þeir taka jafnvel ekki Hljóðnemann aftur á Lækjargötuna í ár.

Horfði einnig á ágætis skemmtiatriði frá skólunum, þó svo að pepp-up rapplag MRinga hafi staðið upp úr.

Allt í allt var þetta skemmtileg keppni, þó svo að MR hafi eiginlega gert útaf við MS eiginlega strax eftir hraðaspurningarnar og síðan á afgerandi hátt í vísbendingaspurningunum. 38-17.

Ég hlakka mikið til næstu viðureignar, fyrir nokkrar ástæður; 8 liða úrslitin ráðast, raðað verður í undanúrslit, en þó hlakka ég einnig til að sjá minn gamla menntaskóla í sjónvarpssal. Ég er reyndar ósáttur við tregðu BaseCamp til að virða heimavallarregluna, en við því verður víst lítið gert úr þessu.