Ég ætla bara að taka það fram að ég hef ekkert á móti MA. Ég veit vel að þetta er mjög góður skóli, án efa besti úti á landi.
Ég var eiginlega að meina að Versló tekur þetta svo alvarlega. Frændi minn var í liðinu - reyndar í æfingaliðinu, honum var hent úr aðalliðinu fyrir stjórnmálaskoðanir (í alvöru!) - og ég skil þetta ekki! Þeir æfðu stanslaust í 2 vikur, allan daginn! Og allir féllu í skólanum. Útaf einhverjum leik!
Þess vegna kemur það mér á óvart að þeir skuli láta MA nærri því vinna sig :P
Bætt við 3. mars 2007 - 00:56
Og heppni segir mjög mikið. ME á t.d. alveg séns með smá heppni, þótt við höfum lent á móti einu af bestu liðunum (segja margir, ég hef enn ekki heyrt í þeim keppa …)