Ég á það til að skrópa. Mikið. Á morgnanna þegar vekjaraklukkan hringir þá ætla ég bara að liggja í smástund í viðbót - eins og áðan. Og núna er næstum klukkutími síðan skólinn byrjaði og ég næ ekki í tíma til þess að redda því að fá ekki fjarvist.
Ég kann engin ráð til að hætta þessu. Ég ætla alltaf að standa strax upp úr rúminu en ég geri það ekki. Og ef ég geymi símann minn annarstaðar, svo ég þurfi að standa upp, þá labba ég bara til baka!
Einhver ráð?
-Tinna