Þeir skipta hverju bili í þrennt, þ.e. gildi, mínusgildið og plúsgildið. T.d. A+, A og A-. Miðað við að A+, það hæsta, sé 10, og F sé fall, þá lítur þetta svona út:
A+ = 10
A = 9,65
A- = 9,35
B+ = 9
B = 8,65
B- = 8,35
C+ = 8
C = 7,65
C- = 7,35
D+ =7
D = 6,65
D- = 6,35
E+ = 6
E = 5,65
E- = 5,35
F+ = 5
F = 4,65
En þar sem ég hef verið í skóla sem notar svona einkunnakerfi og oft þurft að reikna út stafaeinkunn miðað við tölueinkunn, get ég sagt þér að þetta er ekki mjög nákvæmt, en nokkurnveginn svona:
A+ = 10
A = 9
B = 8
C = 7
D = 6
F = 5
E er yfirleitt ekki notað. Samkvæmt þessum skala er auðveldara að falla þarna en hjá okkur, maður þarf að fá 6 til að ná. Þetta er semasgt gróf uppbygging á þessu, plúsarnir og mínusarnir eru svo ekki jafn fastir, stundum mismunandi hvernig kennarar nota þá, en plúsarnir bæta yfirleitt svona 0,25-0,5 við einkunnina og mínusarnir draga sömu upphæð frá.