Ópersónulegar sagnir breytast ekki eftir persónum og eru alltaf í 3. persónu eintölu. Persónulegar sagnir eru í sömu persónu og tölu og fallorðið á undan. T.d. Ég læri málfræði. Ég er 1p et og læri líka. Ef ég breyti um orð á undan breytist sögnin með. T.d. Við lærum málfræði. Við 1. p ft, lærum 1p. ft.
Ópersónulegar sagnir gera þetta ekki, þær eru alltaf eins sama hvað er á undan. T.d. að dreyma.
Mig (1. p et) dreymdi (óp)vel
Þig (2p, et) dreymdi (óp) vel
Hann (3.p et ) dreymdi (óp)vel