Smá upprifjun hérna um kennimyndirnar, það er ótrúlegt hvað maður gleymir svona einföldum hlutum.
Kennimyndirnar eru fjórar.
fyrsta kennimynd-(Nafnháttur)-
Hjálparorð: Að-(t.d. að borða, að sofa…)
önnur kennimynd-(1 persóna eintala þátíð)
Hjálparorð: Ég-(í þátíð)-(t.d. Ég ók, Ég leit…)
Þriðja kennimynd-(1 persóna fleirtala þátíð)
Hjálparorð: við-(t.d. við ókum, við sváfum…)
Fjórða kennimyndin-(lýsingarháttur þátíð)
Hjálparorð: Ég hef-(t.d. ég hef sungið…)
Hjálparorð er hægt að nota með því að setja þau fyrir framan orð þannig að þau passa, þannig að þau komi í réttri kennimynd.
tökum sem dæmi orðið aka.
1 kennimynd: Að aka
2 kennimynd: Ég ók
3 kennimynd: Við ókum
4 kennimynd: Ég hef ekið
Vona að þetta hafi hjálpað einhverjum =)