Vissi ekki hvar ég átti að setja þetta. Þetta kemst kannski næst því.

Ég var á balli á miðvikudaginn. Þar var ég tekinn og settur inn í dauðaherbergi fyrir drykkju.

Ég viðurkenni það að ég var nokkuð ölvaður, hinsvegar dó ég aldrei.

En samt var ég settur inní “dauðaherbergið”, og ástæðan sem mér var gefin var sú að ég væri svo sjáanlega ölvaður.
Sem á við 90% þeirra sem mæta á þessi böll.

Svo neyddi forvarnarfulltrúinn mig til að blása.


Ölvun ógildir miðann, ég veit það. En ég á að fara á fund hjá forvarnarfulltrúa útaf þessu, og kannski bann/sérstakt vesen á næsta balli.

Núna eru um það bil 20 manns búnir að segja mér að forvarnarfulltrúi megi ekki láta mig blása nema ég sé búinn að deyja. Og að ég hafi alls ekki verið að gera eitthvað af mér þegar ég var tekinn.
Ég stóð í raun og var að tala við fólk.

Ástæðan fyrir þessum kork er semsagt sú…
Má hann láta/neyða mig blása og er ástæða fyrir að setja mig í bann, eða að láta mig sérstaklega blása á næsta balli?

Hafsteinn kveður, óskaplega bitur og leiðinlegur ;)