Mér finnst við læra ALLTOF mikið í íslensku?

ég er í 9. bekk og ég skil bara ekki til hvers við þurfum að geta greint afturbeygðfornöfn og fullt af fleiru? Ef maður ætlar sér að verða málfræðingur er það náttúrulega mikilvægt, en þegar maður ætlar sér bara að vera eitthvað annað en það þá er það vita gagnslaust.
Ég er að fara í íslensku próf á morgun, ég þarf að geta greint öll í íslensk orð í orðflokka, segja öll greiningaratriði þeirra og margt fleira… Til hvers í andskotanum? Svo að þegar maður er orðinn fimmtugur og labbar út í búð geti maður verið viss um að það sé rétt útaf þú varst duglegur og lærðir að nafnorð hefur sex greiningaratriði?

Þetta er rugl. Menntakerfið ætti að einbeita sér að því að fræða okkur um hvernig við getum hjálpað börnum í Afríku eða eitthvað þannig,
ekki að finna stofn Lýsingarorða.


- takk.