Höfum þetta bara einfalt:
Eðlisfræði 1: Þú lærir mun meira þar en á öðrum brautum á íslandi í eðlisfræði og stærðfræði allavega. Það á eftir að hjálpa þér verulega þegar þú ert kominn í Háskóla að hafa farið á þessa braut en samt verður háskólinn nógu erfiður fyrir þig. Erfiðasta brautin, sama hvað þið hin segið.
Eðlisfræði 2: Ekki jafn erfið og 1, mikið eðlisfræði og stærðfræði sem er ekki á náttúrufræðibrautunum í MR. Góður undirbúningur fyrir háskólanám.
Sko, MR er besti kosturinn ef þú ætlar í raungreinar. Systir mín fór á eðlis 1 og stóðst. Fékk kannski ekki 9 og 10 í einkunn en það er ekki hægt á svona braut (undantekningin frá reglunni er til svo að reglan stenst). Aftur á móti það sem þú lærir á því að vera í MR er að taka erfið próf og læra undir erfið próf, mikið efni, alveg nákvæmlega eins og er í háskóla. Og þú lærir að læra. Besti mögulegur undirbúningur fyrir raungreinar í háskólanum….