MH er með frábæra félgasfræðibraut, finnst mér. Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt. Mikið úrval af góðum áföngum í félagsfræði, sögu og sálfræði og svo tveir í heimspeki. Eini leiðinlegi hlutinn er FÉL203 sem aðeins Björn Bergsson kennir. Hann er púki í manns mynd. Annars er þetta frábært.
Mér finnst MH líka vera rosalega góður skóli almennt. Bæði eru kennararnir fæstir mjög íhaldssamir og eru alltaf að uppfæra kennsluaðferðir sínar, og andinn í skólanum er mjög góður. Ég fann alveg rosalega mikinn mun á því þegar ég kom í MH úr grunnskóla, það voru allir svo miklu þroskaðri og enginn svona mórall út í fólk sem er öðruvísi en þú. Ég veit að það ganga sögur af því að borðakerfið í MH valdi því að það sé allskonar rýgur og leiðinlegheit og að sumir verði útundan. Það er rugl. Flestir eru tilbúnir til þess að vinna með öllum, og það er mikið af hópverkefnum í tímum. Reyndar eru sumir sem verða svoldið útundan og finna sér ekki samastað, en til þess að hindra það þarf maður bara að vera svolítið félagslyndur og öruggur með sjálfan sig, þá er allt í fínu. Þetta er alveg eins í bekkjaskólum, það verður oft einhver einn útundan í bekknum og það er bara af því að annaðhvort eru hinir að leggja hann í einelti eða hann potar sér ekki nóg fram.
Of langt svar. En þetta er allaveganna góður skóli. Svo vorum við að fá íþróttahús, glænýtt. ;P