Ef þú ert að hugsa um að gerast verkfræðingur, þá byrjarðu á því að klára framhaldsskóla, náttúrufræðibraut oftast nær (stærðfræði- eða eðlisfræðibraut líka ef það er í boði í skólanum).
Þá tekur við nám við Verkfræðideild Háskóla Íslands (þó hægt sé að fara í verkfræði við aðra háskóla, en aðallega erlendis held ég, þori ekki að fara alveg 100% með það), en það nám tekur 3-4 ár að ég held.