Mig Langar að fara á tvær brautir, ekki það að ég geti ekki ákveðið mig, bara það að mig langar að læra báðar.
En það er vandamál, ég veit ekkert hvernig það virkar.
Mig langar að fara á Viðskipta og Hagfræðibraut og Félagsfræðibraut.
Þetta virkar þannig að kjarninn er 98 ein. á báðum brautum, en hann er mjög svipaður, ég þyrfti bara að taka 21 auka einingar í Félagsfræði til að ná kjarnanum. (( ** HELD ÉG ** ))
Svo er það Kjörsvið á hverri braut, sem eru 30 ein. hvor, hér þarf ég hjálp. Á ég að velja eins svipað og ég get þ.e.a.s reyna að finna sömu fög í brautunum til að þurfa að fara í færri fög, og virkar það þannig?? ((eða e-r sem kann betur á þetta getur ábyggelga útskýrt))
Svo er 12 ein. á hvorri braut Frjálst val nemenda. Ég veit ekki hvernig það mun virka heldur.
Svo eins og þið sjáið er ég í smá klípu, vonast eftir góðum og gagnlegum svörum :D .
Takk fyrir mig.
Bætt við 15. janúar 2007 - 01:13
ok , ég er búinn að kíkja aðeins betur á þetta og ég held að það megi sameina kjörsviðin á brautunum.
Svo það vandamál ætti að vera leyst. ((**HELD ÉG**)) ^^
Gæti sú staðreynd að þú ert stigahæstur á StarWars áhugamálinu máske haft eitthvað að gera með núverandi stöðu þína í kvennamálum?