Atviksorð - Orð sem eru smáorð og falla ekki í neinn annan smáorðaflokk, þau beygjast ekki neitt nema nokkur stigbreytast
Forsetning - Smáorð sem stýrir falli nafnorðs sem er á eftir því
Samtenging - Smáorð sem tengir saman setningar, orðið á eftir samtengingu er alltaf í nefnifalli
Kenniföll - Man bara kenniföll nafnorða, það er nf. et, ef. et, nf. ft. Man ekki hvort fleiri orðaflokkar hafa kenniföll
Boðháttur - Skipun, t.d. er boðhátturinn á orðinu vera vertu, og á sitja sittu, og í fleirtölu verið og sitjið.
Nafnháttur - Form sagnar þegar það er að fyrir framan
I hljóðvarp - Hljóðbreyting sem ég nenni ekki að útskýra, finnur góða útskýringu í Málfinni (bók sem þú ættir að eiga ef þú ert í grunnskóla), bls. 37 ef mig misminnir ekki
U hljóðvarp - Sama og i hljóðvarpið, Málfinnur hefur svarið
Fallháttur - Það eru að mig minnir þeir hættir sagna sem fallbeygjast, man samt ekki alveg
Ópersónuleg sögn - Man ekki skilgreininguna, en sögnin “mig langar” er dæmi um það held ég
Persónuleg sögn - Öfugt við ópersónulega sögn
Nafnháttarmerki - Orðið “að” fyrir framan nafnhátt sagnar
Fornafn - Fallorð sem hvorki bæti við sig greini, stigbreytast, eru greinir eða tölur, semsagt svona afgangur af fallorðum ef maður er búinn að tjékka alla hina undirflokka fallorða.
Ég veit, kannski sumt óskýrt, ég kann ekki alveg að útskýra… Ef eitthvað af þessu er rangt hjá mér má endilega benda mér á það, er farinn að ryðga í þessu eftir að hafa ekki verið í þessu síðan í vor =/