Taka 5. Eina ástæða þess að sleppa prófum er til að hafa meiri tíma fyrir hin. Þess vegna geturðu í staðinn bara byrjað að læra aðeins fyrr svo þú hafir nægan tíma fyrir öll.
Annars er líka óþægilegt fyrir þá sem þjást af miklum prófkvíða að taka próf sem þeir búast við að falla í, en í raun er það frekar heimskulegt viðhorf því ef þú sleppir prófinu fellurðu hvort sem er í raun :P
Taka 4, sleppa annað hvort nátt, sam eða dönsku og læra eins og þú getur undir fagið sem þú fellur í og fáðu hjálp við það. Þú þarft fjögur til að komast inn í menntaskóla, þetta eina auka gerir ekkert gagn, svo þú skalt stefna á eina ákveðna braut með það í huga að ná.
Og já, það er hægt að læra og læra og læra og NÁ prófi. Ég gerði það núna um jólin…
Ef þú veist á hvaða braut þú ætlar þá er óþarfi að taka fleiri en 4. Fyrir félagsfræðibraut þarftu íslensku, stærðfræði ensku og félagsfræði Fyrir málabraut þarftu þarftu íslensku, stærðfræði ensku og dönsku Fyrir náttúrufræðibraut þarftu íslensku, stærðfræði ensku og náttúrufræði
Ég myndi bara taka þau próf eftir á hvaða braut þú ætlar að fara á. Náttúrufræði - taka allt nema félagsfræði. Félagsfræði - taka allt nema náttúrufræðina. Málabraut - taka allt nema félagsfræðina og náttúrufræðina.
Ég gerði það á mínum tíma og tók allt nema náttúrufræðina. Það hefði bara verið rugl að taka hana.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..