I like donuts..
mál/smið
heyrðu hvernig er þetta ef eg ætla i málaraiðn og húsasmið, get eg lært bæði í einu eða verð eg að taka þetta allt i sitthvoru lagi?
Byggingasvið
Á byggingasviði Iðnskólans í Reykjavík eru fimm verknámsbrautir.
Námið hefst á sameiginlegu einnar annar grunnnámi fyrir allar greinar í byggingaiðnaði. Eftir það skiptist námið í fimm brautir:
Húsasmíði, þar vinna nemendur alls konar smíðaverkefni og ljúka skólanámi með smíði sumarhúss.
Húsgagnasmíði, þar er mikil áhersla á hönnun og efnisfræði og nemendur vinna lokaverkefni, t.d. stóla eða skápa, sem þeir hanna, teikna og smíða.
Málaraiðn, námið er mikið verklegt og nemendur læra bæði húsamálun og ýmiss konar skrautmálun.
Í múrsmíði læra nemendur að múra hús en vaxandi áhersla er á alls konar hleðslur og flísalagnir.
Í veggfóðrun læra nemendur meðferð gólfefna, flísalagnir, teppalagnir og hvað annað sem tengist greininni. Auk verklegrar þjálfunar læra nemendur efnisfræði, fagteikningar og ýmsar almennar greinar. Síðasti hluti námsins fer fram á námssamningi hjá meistara í iðngreininni og lýkur með sveinsprófi. Nám í skóla og hjá meistara tekur samtals fjögur ár.