Gæti einhver sem er þarna sagt mér hvernig þetta er allt þarna og hvað kostar allur pakkin og ect. :) Einnig langaði mig að vita um aðstöðuna og herbergin. Hvernig er allt í þeim og svoleiðis. :)
Þetta eru mjög fín herbergi, nýja vistin er mjög þæginleg, með ískápi, örbylgjuofn og sturtu og klósetti inná öllum herbergjum. En gamla er bara rúm og skápar (nema sum herbergi reyndar) og svo sameiginlegt baðherbergi með lokuðum sturtum. Það er mjög fínt að vera á báðum, báðar hafa kosti og galla, það eru margir sem hafa flutt sig yfir á gömlu vistina útaf það getur verið pirrandi að hafa einhvern alltaf hjá sér.
Finnst fólki í alvörunni betra að vera ekki með eigin klósett til að vera sér í herbergi?
Mér finnst æðislegt að vera á heimavist og hafa alltaf félagsskap :) En kannski er það líka af því ég er með bestu vinkonu minni / tvíburasystur minni á herbergi …
Fólk er oft fyrst með einhverjum á herbergi og á 2-3 ári vill það oft skipta. Maður verður þreyttur á því að vera ALLTAF með besta vini sínum, og sérstaklega ef hann er með manni í bekk eða skóla. Það er gott að hafa félagsskap, en það er líka gott að hafa næði. Ef maður er einn á herbergi þá fer maður einfaldlega í næsta herbergi ef maður vill félagsskap. En maður getur ekki rekið herbergisfélagann út þegar maður vill næði.
Ég er á vistinni og mér finnst það æði! Hef aldrei upplifað jafn mikið frelsi, haha! Annars þá myndi ég aldrei vilja vera á gömlu vistinni.. deila baðherbergi með helling af fólki? Já, nei takk.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..